Textagerð, yfirlestur, þýðingar...


Ágúst Borgþór er sérfræðingur í textagerð, yfirlestri og þýðingum. Hann á að baki sex ára feril sem textasmiður og prófarkalesari á Íslensku auglýsingastofunni og fjögurra ára feril sem þýðandi, textasmiður og prófarkalesari á Skjal þýðingastofu. Auk þessa hefur hann stundað margvísleg ritstörf í gegnum tíðina, meðal annars getið sér orð sem smásagnahöfundur og ritlistarkennari.

Pantaðu örugga og framúrskarandi textaþjónustu eða sendu fyrirspurn á agust@borgthor.is


Textagerð

Ágúst Borgþór hefur margra ára reynslu og sérhæfingu í skrifum á textum í auglýsingar, bæklinga, vefi og hvers kyns kynningarefni. Markviss, lipur og hnitmiðaður texti, skrifaður með markhópinn hverju sinni í huga og ávinningurinn undirstrikaður og aðgreindur frá aukatriðum.

Yfirlestur

Yfirlestur er af margskonar tagi og fer eftir eðli og ástandi texta. Þegar um fullunninn texta er að ræða er leitað eftir mögulegum ritvillum og þær leiðréttar. Ennfremur er hugað að réttri framsetningu staðreynda, rökvillum, hugsanavillum og óskýru eða klúðurslegu orðalagi. Allt er endurskrifað sem þess þarfnast og ef textanum í heild er almennt ábótavant er hann endurskrifaður í heild.

Þýðingar

Áralöng reynsla af þýðingum á handbókum, veftexta, notkunarleiðbeiningum og mörgu fleiru. Þýðir úr ensku og þýsku yfir á íslensku og úr íslensku á ensku. Fagleg vinnubrögð, hraði og mun hagstæðara verð en þýðingarstofur bjóða.